- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Nýverið náðu HK og Valur samkomulagi um vistaskipti Sigríðar Hauksdóttur til Valsara.
Sigga er gott dæmi um hvað getur gerst þegar ert tilbúin að leggja á þig mikla vinnu.
Hún hefur borið fyrirliðabandið frá árinu 2016 og verið einn af okkar betri leikmönnum um árabil ásamt því að vera einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í sinni stöðu undanfarin ár.
Hún vann sér fast sæti í landsliðinu ásamt því að vera í liði ársins í Olís-deildinni 2020.
Árið 2018 var Sigga valin íþróttakona HK.
Hún þjálfaði líka yngstu flokka félagsins í langan tíma og var ávallt dáð af þeim sem hún þjálfaði.
Sigga hefur ávallt verið frábær fyrirmynd fyrir aðra leikmenn sem og yngri iðkendur HK.
Það er með miklum trega sem HK kveður Siggu enda frábær manneskja sem hefur verið félaginu afar dýrmæt.
Við HK-ingar viljum þakka henni innilega fyrir allt sem hún hefur gert fyrir félagið en um leið óska henni góðs gengis á nýjum vígstöðvum.
Takk Sigga