U18 kvenna til Serbíu

Fulltrúar HK í U18: Inga Dís, Aníta Eik, Brynja Katrín, Embla, Alfa Brá, Elísa Helga og Lenadra Nátt…
Fulltrúar HK í U18: Inga Dís, Aníta Eik, Brynja Katrín, Embla, Alfa Brá, Elísa Helga og Lenadra Náttsól.

 

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson hafa valið þá 16 leikmenn sem taka þátt í undankeppni EM í Serbíu 22. - 27. nóvember nk. Að auki eru 6 leikmenn valdir til vara en þær eru til taks ef eitthvað kemur upp.

Austurríki, Slóvakía, Slóvenía, Serbía og Ísland leika í undankeppninni og er leikið í SC Vozdovac höllinni í Belgrad.

Leikjaplan íslenska liðsins er eftirfarandi:

mán. 22.nóv     Slóvenía - Ísland
þri. 23.nóv        Ísland - Slóvakía
fim. 25.nóv.      Serbía - Ísland
fös. 26.nóv.      Ísland - Austurríki

 

HK-ingar eiga fimm fulltrúa í hópnum en þær eru:

Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, HK
Aníta Eik Jónsdóttir, HK
Brynja Katrín Benediktsdóttir, HK
Embla Steindórsdóttir, HK
Inga Dís Jóhannsdóttir, HK

Að auki eru þær Elísa Helga Sigurðardóttir og Leandra Náttsól Salvamoser til taks ef forföll verða í 16 manna hópnum.

Við óskum HK-ingum góðs gengis í landsliðs verkefnunum sem eru framundan.

Framtíðin er sannarlega björt í HK.

Áfram Ísland – áfram HK!