Hannes Halldórsson mætti í veislusal Kórsins, ásamt Magnúsi Erni Helgasyni knattspyrnuþjálfara og rithöfundi til að kynna bókina "Handritið mitt". Bókin fjallar um ótrúlega sögu Hannesar fyrrum landsliðsmarkvarðar, markmannsins sem varði vítið frá Messi.
Magnús sagði frá aðdraganda bókarskrifanna, hvernig hann fékk hugmyndina og hvers vegna Hannes varð fyrir valinu sem viðfangsefni en ekki aðrir landsliðsmenn, sem margir myndu telja upp sem stærri nöfn og frægari.
Hannes kynnti sig svo lítillega áður en hann las kafla úr bókinni og svaraði svo spurningum frá áhorfendum.
Það er ljóst að ævintýraleg saga Hannesar, sem gekk í gegnum mikið mótlæti, meðal annars vegna meiðsla er efni mikils innblásturs til allra sem hana kynna sér og auðvitað ekki síst ungs íþróttafólks.