- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
-
HK hefur samið við fjölhæfa sóknarmanninn Hassan Jalloh.
Hassan er 23 ára gamall, fæddur í Sierra Leone og er með ástralskan ríkisborgararétt.
Hann fluttist ellefu ára gamall til Ástralíu og lék með yngri liðum Sydney FC til ársins 2018. Síðan þá hefur hann leikið með liðum í NPL deildunum í Ástralíu, þar sem hann lék síðast með liðinu APIA Leichardt.
Stjórn knattspyrnudeildar HK lýsir yfir ánægju með að hafa fengið Hassan til liðs við félagsins og er sannfærð um að hann komi til með að styrkja leikmannahóp HK í baráttunni í Lengjudeildinni í sumar.
Við bjóðum Hassan hjartanlega velkominn í HK!