Hilmar Guðlaugsson lætur af störfum sem yfirþjálfari

Hilmar Guðlaugsson hefur ákveðið að láta af störfum sem yfirþjálfari yngri flokka handknattleiksdeildar frá og með 14. janúar 2025.

Hann mun þó áfram sinna starfi sínu sem þjálfari meistaraflokks kvenna.

Hilmar kom inn í upphafi síðasta árs eftir nokkurra ára veru í Noregi. Það verður sjónarsviptir af Hilmari sem hefur unnið hörðum höndum að faglegri uppbyggingu deildarinnar.

Við þökkum honum kærlega fyrir vel unnin störf í hlutverki yfirþjálfara og óskum honum velfarnaðar í komandi verkefnum hjá meistaraflokki kvenna.

Davíð Elí íþróttafulltrúi deildarinnar mun hlaupa í skarðið fyrst um sinn á meðan næstu skref eru ákveðin.