HK1 áfram í úrslitaleikinn í 4. flokki kvenna

HK1 og HK2 í 4. flokki kvenna
HK1 og HK2 í 4. flokki kvenna
Á laugardag mættust HK1 og HK2 í undanúrslitum íslandsmótsins í 4. flokki kvenna. 
HK1, sem skipað er leikmönnum á eldra ári, byrjuðu leikinn af krafti og náðu góðri forystu strax með sterkum varnarleik og hröðum og vel spiluðum sóknarleik. HK2 varðist af krafti en áttu í erfiðleikum með að komast í gegnum sterka vörn hjá HK1 og framhjá Elísu í markinu.
 
Staðan í hálfleik var 15-3 fyrir HK1 og útlit fyrir þægilegan sigur hjá þeim. HK2 komu hins vegar mjög sterkar inn í seinni hálfleikinn og náðu að stríða eldra árinu með því að þétta vörnina og voru mun hugrakkari í sókninni. Þær börðust af krafti allan tímann og gáfust aldrei upp og náðu að aðeins að stríða þeim. HK1 vann að lokum 27-12 sigur. Þær eru því komnar í úrslitaleikinn gegn annað hvort Fram eða Haukum. Úrslitin verða spiluð laugardaginn 12. júní kl 12:30 að Varmá í Mosfellsbæ.
 
HK2
 
HK1