Íslandsmeistarar í U20 kvenna

Við óskum leikmönnum og þjálfurum HK B kvenna innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í U20 keppni kvenna í blaki. Þær mættu Aftureldingu B í úrslitaleik í dag og unnu góðan 3-1 sigur.

Um helgina var mikil blakveisla í Digranesi og þar fór einnig fram úrslitakeppni í 1. deild kvenna og 1. deild karla. Strákarnir í HK B enduðu í 3. sæti í 1. deild karla og kvennalið Ýmis endaði í 2. sæti í 1. deild kvenna eftir hörkuleik við Vestra í dag sem fór í oddahrinu og upphækkun.

Við óskum öllum þessum liðum innilega til hamingju með góðan árangur í vetur.

Áfram HK! #LiðFólksins #HKalltafHK