Íþróttahátíð HK 2023

Íþróttahátíð HK 2023 var haldin hátíðleg þann 10. janúar í veislusal Kórsins.

 

Íþróttaárið sem senn er að líða var lærdómsríkt og krefjandi en engu að síður unnust sætir sigrar og mikil afrek hjá íþróttafólkinu okkar á árinu.

Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, formaður HK setti hátíðina og ávarpaði íþróttafólk og aðra gesti. Kynnir var Birkir Örn íþróttastjóri , Hanna Carla framkvæmdarstjóri veitti íþróttafólki HK viðurkenningar ásamt Alexander og Árnínu, meðlimum aðalstjórnar HK.

Í ár voru eftirfarandi heiðranir veittar þeim íþróttamönnum HK sem þóttu hafa skarað framúr á árinu og sem tilnefndir voru af félaginu og deildum til íþróttafólks Kópavogsbæjar í viðeigandi flokki.

 


Íþróttafólk HK 2023


Íþróttakona HK – Arna Sólrún Heimisdóttir

Íþróttamaður HK - Aron Logi Hrannarsson


Lið ársins 2023

Meistaraflokkur kvenna í blaki - HK komst í bikarúrslit í vor eftir að slá út sterkt lið Völsungs í undanúrslitum. Þar tapaði liðið á móti KA, sem urðu þrefaldir meistarar á síðasta tímabili (deildar-, bikar og Íslandsmeistarar).
HK liðið varð síðan Meistarar meistaranna í haust, þar sem liðið vann KA í hörku leik. 

 


Heiðranir deilda


Blakkona og blakmaður ársins – Arna Sólrún Heimisdóttir og Tómas Davíðsson

Blakkona og blakmaður ársins í flokki ungmenna – Halla Marín Sigurjónsdóttir og Markús Freyr Arnarsson

Dansmaður ársins -  Aron Logi Hrannarsson

Danskona ársins í flokki ungmenna - Eva Karen Ólafsdóttir

Handknattleikskona og handknattleiksmaður ársins – Aníta Eik Jónsdóttir og Kristján Ottó Hjálmsson

Handknattleiksskona og handknattleiksmaður ársins í flokki ungmenna – Inga Fanney Hauksdóttir og Patrekur Guðni Þorbergsson

Knattspyrnukona og knattspyrnumaður ársins – Lára Einarsdóttir og Arnþór Ari Atlason

Knattspyrnukona og knattspyrnumaður ársins í flokki ungmenna – Ísabel Rós Ragnarsdóttir og Karl Ágúst Karlsson

Borðtennismaður ársins – Óskar Agnarsson

Borðtennismaður ársins í flokki ungmenna – Haukur Ingi Jónsson


 Innilega til hamingju kæra íþróttafólk HK, framtíðin er svo sannarlega ykkar!

 

 

Myndaveisla frá hátíðinni: Íþróttahátíð HK 2023