Um næstu helgi verður haldið Krónumót HK fyrir 6. og 7. flokk stráka. Þar sem knattspyrnusnillingar munu tætast um á takkaskónum.
Helgina 6. - 7. mars fáum við aðra knattspyrnusnillinga til okkar en þá keppa 6., 7. og 8. flokkur stúlkna og 8. flokkur stráka.
Til að gæta ítrustu varkárni þá höfum við sett saman tilmæli sem við biðjum foreldra að fara vel yfir.
- Leikjaplan, vallaskipulag og yfirlitsmynd af Kórnum má sjá hér fyrir neðan - kynnið ykkur skipulagið vel
- Áætluð viðvera hvers keppanda er 1 klst og 10 mín, mikilvægt er að mæta 10 mín fyrir fyrsta leik
- Á mótinu eru engir foreldrar leyfðir
- Þjálfarar sjá um að taka á móti sínum keppendum í anddyri Kórsins. Keppendum er svo fylgt út af þjálfurum þar sem foreldrar taka á móti þeim
- Verðlaun verða afhend þjálfurum
- Grímuskylda er fyrir foreldra fyrir utan Kórinn
- Engin veitingasala er á mótinu
- Við hvetjum liðsfélaga til að sameinast í bíla
- Á vefsíðu Krónunnar www.kronan.is/kronumot-hk má finna flott tilboð og ýmsar upplýsingar varðandi mótið
- Á meðan barnið keppir mælum við með heimsókn í Guðmundarlund, en þar má finna ýmsar skemmtilegar gönguleiðir: www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/hermannsgardur-i-gudmundarlundi & www.skogargatt.is/kort-gudmundarlundur
Áfram allir knattspyrnusnillingar!
Hlökkum til að sjá ykkur :)
Leikjaplan 6. flokkur strákar Leikjaplan 7. flokkur strákar
GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR