Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Leifur Andri Leifsson hefur framlengt samning sinn og gildir hann í 1 ár. Leifur er uppalinn HK-ingur og fyrirliði liðsins. Hann hefur spilað 368 leiki fyrir félagið og er leikjahæsti knattspyrnumaður í sögu HK.
Leifur lék 20 leiki fyrir HK í sumar og var lykilmaður í hjarta varnarinnar.
Áfram HK!

<img alt="