Óskum eftir áheyrnafulltrúa ungmenna

Vinna er hafin við það að sækja um að verða aftur fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er gæðaverkefni íþrótta-hreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi. Íþróttafélög og deildir innan félaga geta sótt um viðurkenningu til ÍSÍ að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þegar viðurkenning hefur verið veitt gildir hún í fjögur ár. 

Til að fá gæðavottun ÍSÍ um fyrirmyndafélag þarf að uppfylla nokkur viðmið. Eitt af því er að rödd unga fólksins heyrist og að ungmenni á aldrinum 16 - 25 ára sé áheyrnarfulltrúi í stjórn. HK auglýsir því eftir ungmenni á aldrinum 16 - 25 ára sem hefur áhuga á því að starfa fyrir félagið og láta gott af sér leiða. 

 

Áhugasamir hafi samband við framkvæmdastjóra sandra@hk.is