- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Pétur Rögnvaldsson hefur tekið við þjálfun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, en unnið hefur verið hörðum höndum síðustu vikur að fylla skarð Guðna Þórs Einarssonar. Guðni Þór lét af störfum sem aðalþjálfari liðsins eftir tímabilið í Lengjudeildinni.
Pétur kemur til okkar frá Gróttu en þar hefur hann þjálfað hjá frá árinu 2015. Pétur var ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna í janúar 2019 og um haustið 2020 varð hann aðalþjálfari ásamt Magnúsi Erni. Hann sinnti því hlutverki út tímabilið 2023. Pétur er með UEFA-A þjálfaragráðu og B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
"Ég hlakka mikið til að hefja störf og sé fram á spennandi tíma. Framundan er áframhaldandi barátta í Lengjudeildinni og það verður krefjandi en skemmtileg áskorun að halda áfram góðri uppbyggingu meistaraflokks kvenna. Liðið samanstendur af ungum og mjög öflugum knattspyrnukonum og hvet ég stuðningsmenn og íbúa til að fjölmenna á leiki liðsins."
Knattspyrnudeild HK fagnar því að fá Pétur í #LiðFólksins. Velkominn í Hlýjuna.
Unnið er að því að móta þjálfarateymi meistaraflokks kvenna. Við hlökkum til baráttunnar í Lengjudeildinni 2025. Áfram HK!
#HKalltafHK