- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Á dögunum undirrituðu Sparta heilsurækt og Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) 3 ára samning þar sem Sparta tekur yfir alla styrktarþjálfun barna- og unglingaflokka félagsins, þ.e. iðkenda á aldrinum 12-19 ára, í handbolta, fótbolta og blaki.
Þetta er tímamóta samningur í íslenskri íþróttasögu því aldrei hefur einn rekstaraðili tekið að sér svo viðamikið verk.
HK rekur öflugt barna- og unglingastarf þar sem um 600 iðkendur á aldrinum 12-19 ára æfa þessar íþróttagreinar undir handleiðslu margra þjálfara en félagið er búið að stækka mikið síðastliðin ár. Markmiðið með þessu samstarfi er að efla faglegt starf félagsins á þessu sviði íþróttanna. Enginn efast lengur um mikilvægi almennilegrar styrktarþjálfunnar og var þetta einn liður í því að þjónusta iðkendur í HK enn betur.
Sparta heilsurækt hefur um tíma boðið ungum íþróttakrökkum upp á styrktarnámskeið, er kallast SpartaElite, þar sem áherslan er lögð á að vinna að meiðslaforvörn, auka snerpu, liðleika og þol.
Hjá Spörtu starfa nú um 13 þjálfarar. 5 þróttafræðingar, 4 sjúkraþjálfaranemar
og ÍAK einkaþjálfarar sem allir hafa það að leiðarljósi að vinna faglegt og metnaðarfullt starf við alla þjálfun.
„Það er okkur sönn ánægja að ná samkomulagi við Spörtu heilsurækt um að taka yfir styrktarþjálfun yngri flokka félagsins. Við bindum miklar vonir við samstarfið og fögnum því að félagið sé að taka næsta skref í framþróun sinni hvað þjálfun barna- og unglinga varðar.
Með aðkomu Spörtu erum við að efla þjónustu við okkar iðkendur og tryggja það að allir iðkendur þessara þriggja deilda fái markvissa styrktarþjálfun undir handleiðslu fagfólks. Fyrir stórt og öflugt félag eins og HK þá mun þetta gjörbreyta því umhverfi sem íþróttafólkið okkar á að venjast og verður vonandi til þess að við munum skila af okkur enn öflugara íþróttafólki til framtíðar.“
Formenn barna- og unglingaráða HK
Guðjón Björnsson, handknattleiksdeild
Halldór Elvarsson, blakdeild
Þorvar Hafsteinsson, knattspyrnudeild