- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Samúel eða Sammi eins og hann er kallaður spilaði við góðan orðstír í 5 ár með HK og var lykilmaður í liðinu sem vann fyrsta stóra titilnn í sögu félagsins árið 2003 þegar liðið varð bikarmeistari og var það undir stjórn föður síns Árna Stefánssonar.
Samúel þjálfaði síðan meistaraflokk karla tímabilið 2013-2014. Sammi hefur á sínum þjálfaraferli mest þjálfað í Noregi, má þá helst nefna kvennalið Fjellhamar og karla og kvennalið Kolbotn.
Sigurjón eða Sjonni gekk fyrst til liðs við HK sem leikmaður árið 2010 og spilaði hann með félaginu í tvö ár og var einráður í hægra horninu í liðinu sem vann fyrsta Íslandsmeistaratitil HK í meistaraflokki í handbolta árið 2012.
Hann gekk síðan aftur til liðs við HK árið 2017 og spilaði eitt tímabil þá sem leikmaður og þjálfari yngri flokka.
Sigurjón hefur á sínum þjálfaraferli þjálfað meistaraflokk kvenna hjá ÍR og Fjölni ásamt því að hafa verið aðstoðarþjálfari Stjörnunnar undanfarinn tvö tímabil. Hann hefur einnig komið að þjálfun yngri landsliða kvenna.
Þetta verður því í þriðja skipti sem þeir ganga til liðs við HK og bindum við miklar vonir um þeirra samstarf á næstu árum.
HK-fjölskyldan býður þá velkomna aftur heim!
#HKalltafHK