Sumarnámskeið HK - Skráning er hafin
Í sumar mun HK bjóða upp á fjölbreytt og vönduð námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6 til 14 ára (2009-2017). HK reynir eftir fremsta megni að ná til sem flestra barna og þetta sumarið er engin undantekning. Skipulögð dagskrá frá kl. 09:00–12:00 og 13:00-16:00 alla virka daga.
Umsjónarmenn sumarnámskeiða HK hafa reynslu af skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi barna.
Skráning er hafin hér: SKRÁNING HÉR
Smellið hér fyrir frekari leiðbeiningar um skráningu í gegnum Sportabler
Í ár verða 5 mismunandi námskeið í boði:
Öllum námskeiðum í Kórnum lýkur með grillveislu í hádeginu á föstudögum í boði HK!
Gagnlegar upplýsingar:
- Sama verð er á öll námskeið og hægt er að velja um hálfan dag eða heilan dag.
- 10% systkinaafsláttur veittur af námskeiðum innan sömu deildar.
- Ekki er heimilt að breyta skráningu námskeiða eftir að námskeið er hafið.
- Hvert námskeið reiknast 3 klst
- Fyrir heilsdagsnámskeið eru tvö stök námskeið sett í körfu
- Gæsla 1 klukkustund á dag milli 08:00-09:00 eða 16:00-17:00 SKRÁNING HÉR
- Gæslu fyrir og eftir námskeið þarf að setja sérstaklega í körfu og greiða fyrir.
- Gert er ráð fyrir að börnin taki með sér hollt nesti og vatnsbrúsa en einn nestistími er á hverju námskeiði.
- Börn sem eru á námskeiðum fyrir og eftir hádegi skulu mæta með hollt og gott hádegisnesti. Í Kórnum er aðstaða fyrir iðkendur að borða og bíða eftir næsta námskeiði. Starfsmenn eru á svæðinu.
- SAMLOKUKORT og annað snarl er til sölu í afgreiðslu í Kórnum.
- Upplýsingar um verð og staðsetningu námskeiða: verð fyrir námskeið er 8500.-, þær vikur sem eru styttri kosta hlutfallslega minna, og eru stjörnumerktar inní Sportbler
- Verð fyrir gæslu 1 klukkustund á dag kostar 2000.-
- Borðtennisskólinn er með aðstöðu í í Snælandsskóla, þar sem borðtennisæfingar hjá HK fara fram
- Handbotaskólinn og Knattspyrnuskólinn eru í Kórnum
- Íþróttafjörið er í Kórnum og nærumhverfi
- Krakkablakið er í Fagralundi
Fleiri gagnlegar upplýsingar:
- HK áskilur sér rétt til að sameina námskeið ef ekki næst lágmarks þátttaka.
- HK áskilur sér rétt til að loka fyrir skráningu á námskeið ef hámarksfjölda er náð.
- HK áskilur sér rétt til að breyta dagskrá (t.d. vegna veðurs eða mætingar á námskeið).
- Það er mikilvægt að nærast vel og viljum við því biðla til foreldra að senda börn með hollt og gott nesti og vatnsbrúsa (einn kaffitími á hverju 3 klst. námskeiði)
- ATH. Hnetur og aðrir bráða ofnæmisvaldar bannaðir.
- Iðkendur eru beðnir um að mæta klæddir eftir aðstæðum. Eftir veðri ef útivera er á dagskrá og eða í viðeigandi klæðnaði - íþróttafötum og helst íþróttaskóm.
Ef einhverjar spurningar vakna, hafið samband við skrifstofu HK í síma 5138700 eða netfangið: hk@hk.is