Tilnefndu HK-ing ársins 2024

HK-INGUR ÁRSINS 2024 🔴⚪
 
Félagsfólki HK, íbúum og öðrum sem hafa áhuga á, gefst nú kostur að tilnefna HK-ing ársins, úr röðum sjálfboðaliða, sem verður heiðraður við hátíðlega athöfn sunnudaginn 26. janúar næstkomandi. Gunnsabikarinn mun hér eftir verða veittur þeim einstaklingi, eða hóp, sem talinn er hafa gefið tíma sinn í þágu félagsins. Leitað er eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa gefið tíma sinn í því skyni að efla íþróttastarf félagsins, t.d. á mótum og viðburðum, í fjáröflunum og stjórnarstörfum.
 
Afmælis- og íþróttahátíð HK fer fram sunnudaginn 26. janúar frá kl. 15:30 í handboltasalnum í Kórnum. Það verður mikið um dýrðir, fjölbreytt og stórskemmtileg dagskrá þar sem öllum HK-ingum nær og fjær gefst kostur á að fagna 55 ára afmæli félagsins og klappa vel fyrir okkar fremsta íþróttafólki og HK-ing ársins.
 
HK-ingur ársins verður valinn í fyrsta sinn í ár en það er aðalstjórn sem velur úr tilnefningum. Opið er fyrir tilnefningar til þriðjudagsins 21. janúar.
 
Smelltu hér til að senda inn tilnefningu https://forms.office.com/e/8JviDY2VZF
 
#LiðFólksins #HKalltafHK