Tímamót hjá knattspyrnuiðkendum HK

Þann 15. nóvember síðastliðinn bauð barna- og unglingaráð til kveðjuhófs fyrir 2005 árganginn sem lokið hefur veru sinni í yngri flokka starfinu.
 
Tímamót voru hjá knattspyrnuiðkendum fæddum árið 2005 í haust þegar viðveru þeirra í yngri flokka starfi HK lauk. Enginn kvenkyns leikmaður kláraði starfið hjá okkur þetta árið og var því eingöngu um stráka að ræða.
 
Félagið hefur notið samvista við þessa leikmenn í áraraðir og á þeim tíma hafa safnast upp bæði ómetanlegur vinskapur og óteljandi minningar og lærdómur, sem mun eflaust nýtast þeim vel í framtíðinni.
 
Forsvarsmenn barna- og unglingaknattspyrnu hjá HK buðu öllum iðkendum sem útskrifuðust í pizzuveislu í Pure Deli stofunni, þar sem rifjaðar voru upp skemmtilegar sögur og þeim gerð grein fyrir möguleikum sínum í framhaldinu, bæði til knattspyrnuiðkunar og einnig til að halda tengslum við félagið.
 
Iðkendur voru leystir út með lítilli útskriftargjöf frá barna- og unglingaráði og einnig gaf stjórn knattspyrnudeildar þeim ársmiða fyrir keppnistímabilið 2025.
 
HK þakkar með stolti útskriftariðkendum sínum fyrir sitt framlag og samveruna í barna- og unglingastarfinu og óskar þeim alls hins besta.
 
Aftari röð frá vinstri:
Ragnar Gíslason (fráfarandi yfirþjálfari yngri flokka)
Jón Þór Valdimarsson
Tumi Þorvarsson
Snorri Steinn Árnason
Jónatan Freyr Hólmsteinsson
Kristján Snær Frostason
Sigurður Garðar Flosason (formaður barna- og unglingaráðs)
 
Fremri röð frá vinstri:
Brynjar Máni Kristinsson
Tómas Breki Steingrímsson
 
Á myndina vantar Arnar Vilhelm Guðmundsson og Brynjar Bjarka Jóhannsson, sem er í námi í Bandaríkjunum.
 
Gleði - Virðing - Metnaður
 
#LiðFólksins #HKalltafHK