HK hefur samið við kantmanninn Dag Inga Axelsson til næstu þriggja ára.
Dagur sem er 22 ára (2002), kemur til félagsins frá Fjölni þar sem hann er uppalinn. Dagur lék í fyrra 22 deildarleiki og skoraði í þeim 5 mörk.
Í samtali við Hermann Hreiðarsson þjálfara HK segir hann að Dagur sé harðduglegur, metnaðarfullur og kraftmikill leikmaður með fullt af hæfileikum.
Við bjóðum Dag hjartanlega velkominn til félagsins!
Áfram HK!
#LiðFólksins #HKalltafHK