Velkominn Dagur Ingi

Velkominn Dagur Ingi!
 
HK hefur samið við kantmanninn Dag Inga Axelsson til næstu þriggja ára.
 
Dagur sem er 22 ára (2002), kemur til félagsins frá Fjölni þar sem hann er uppalinn. Dagur lék í fyrra 22 deildarleiki og skoraði í þeim 5 mörk.
Í samtali við Hermann Hreiðarsson þjálfara HK segir hann að Dagur sé harðduglegur, metnaðarfullur og kraftmikill leikmaður með fullt af hæfileikum.
 
Við bjóðum Dag hjartanlega velkominn til félagsins!
 
Áfram HK!
 
#LiðFólksins #HKalltafHK