Velkominn Haukur Leifur

Haukur Leifur Eiríksson
Haukur Leifur Eiríksson
Velkominn Haukur Leifur!
 
HK hefur samið við varnarmanninn Hauk Leif Eiríksson út tímabilið 2027.
Haukur er 22 ára gamall, fæddur árið 2002, stór og stæðilegur. Hann er uppalinn FH-ingur en kemur til HK frá Þrótti Vogum þar sem hann hefur leikið undanfarin fjögur tímabil við góðan orðstír. 
 
Í samtali við Hemma þjálfara segist hann vera spenntur að sjá Hauk vaxa enda um mjög metnaðarfullan og harðduglegan leikmann að ræða. 
 
Við bjóðum Hauk hjartanlega velkominn til félagsins! 
Áfram HK!
 
#LiðFólksins #HKalltafHK