HK og Víkingur Reykjavík hafa komist að samkomulagi um kaup á Atla Þór Jónassyni.
„Við höfum átt í viðræðum við Víkinga og náð saman um kaupverð sem HK getur verið ánægt með“ segir Hjörtur Þór Steindórsson, formaður knd. HK.
Knattspyrnudeild HK vill þakka Atla Þór fyrir sinn tíma í rauðu og hvítu treyjunni og óskar honum góðs gengis á nýjum stað.