Ýmir í 3.deild

 
 Eftir frábært sumar náðu Ýmismenn aðalmarkmiði sínu og komust aftur uppí 3. deild, eftir að hafa fallið úr henni í fyrra. Liðið lenti í 2.sæti á eftir Tindastól. Ýmismenn spiluðu heimaleikina sína inní Kór og töpuðu þar ekki leik í sumar, enda var stemning í stúkunni gríðarleg þökk sé Ýmir Ultras. 
Þjálfarar liðsins eru þeir Þórarinn Jónas Ásgeirsson og Guðjón Geir Geirsson en þeir tóku við skútunni í vetur og stýrðu henni rakleiðis upp. 
 
Liðið samanstendur mestmegnis af uppöldum HK-ingum og einnig spiluðu nokkrir 2.flokks leikmenn með þeim í sumar og fengu þar dýrmæta reynslu af  meistaraflokksfótbolta. Framtíðin er svo sannarlega björt hjá Ými og stefnan sett en hærra.