- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Andri Hjörvar Albertsson skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við knattspyrnudeildina.
Hann tekur að sér aðstoðarþjálfun í meistaraflokki kvenna og sér um þjálfun 2. flokks kvenna og 6. flokks karla.
Iðkendur HK munu því sjá mikið af Andra Hjörvari og hlökkum við mikið til að sjá hann efla hlið knattspyrnudeildar félagsins.
Andri er uppalinn á Akureyri þar sem hann spilaði upp alla yngri flokka með Þór og hóf meistaraflokksferilinn þar. Hann spilaði einnig fyrir Fjarðabyggð (KFA) og Grindavík. Alls 271 leiki í meistaraflokki.
Hann hefur verið í þjálfun seinustu 12 ár, þjálfað alla yngri flokka og verið yfirþjálfari hjá tveimur frábærum félögum; Þór og Haukum, ásamt því að eiga fimm ár að baki í efstu deild kvenna:
2017, 2018, 2019 sem aðstoðarþjálfari Þór/KA (Íslandsmeistarar 2017, komumst upp úr riðlakeppi Champions League 2018)
2020 og 2021 sem aðalþjálfari Þór/KA.
Andri hefur tekið öll KSÍ þjálfaranámskeiðin og er með hæstu þjálfaragráðuna, UEFA PRO.
Hann hafði þetta að segja við undirritun samingsins:
"Ég er afar spenntur fyrir komandi misserum hjá HK - framtíðin er björt og tækifærin til afreka eru svo sannarlega til staðar. Andrúmsloftið hjá HK einkennist af miklum metnaði og vilja til að gera allt 100%, hvort sem það er hjá þjálfurum, stjórnendum eða iðkendum. Umfram allt finn ég fyrir stolti og hlýju frá HK fólki - hér slær feiki sterkt HK hjarta og ég er virkilega ánægður að fá að vera partur af þessu stóra félagi."
Vertu velkominn Andri Hjörvar.
#LiðFólksins #HKalltafHK