Bikarmót í blaki fór fram um helgina

Um helgina var haldið bikarmót U14 og U20 í Varmá og fórum við með 7 lið á mótið, 84 keppendur. Hópurinn var samstilltur og duglegur að hvetja önnur HK lið og heilt yfir var árangurinn góður og augljósar framfarir. Sum markmið náðust en önnur ekki en það er virkilega gaman að sjá gróskuna í blakinu og við þökkum Aftureldingu fyrir frábært mót. Það er einnig gaman að sjá spennandi keppni U20 ungmenna og fjölda liðanna í þeirri keppni. Þar er mikill vöxtur og gaman að sjá frábær tilþrif 🤩👏
 
HK-ingar voru til fyrirmyndar innan vallar sem utan og við erum afskaplega stolt af okkar fólki. HK 1 í U20 kvenna spilaði til úrslita en tapaði þeim leik 2-1 í hörkuspennandi viðureign svo silfrið var þeirra. HK 1 í U14 kvenna var einnig hársbreidd frá því að komast í úrslitaviðureignina og tapaði oddahrinunni með minnsta mun en þær unnu leikinn um 3. sætið sannfærandi. Við hlökkum til að sjá áframhaldandi framfarir í mótum vetrarins, áfram HK ❤️🤍