Aðalfundur HK fór fram þriðjudaginn 8. apríl

Ómar Ingi Guðmundsson
Ómar Ingi Guðmundsson

Aðalfundur HK fór fram þriðjudaginn 8. apríl og var vel sóttur.

Fundurinn fór fram samkvæmt lögum félagsins og var löglega boðaður.

Formaður félagsins, Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, ávarpaði fundarmenn og fór í gegnum ársskýrslu aðalstjórnar.

Fjármálastjóri HK, Hólmsteinn Ingi Halldórsson, kynnti fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár og fór yfir lykiltölur ársreiknings.

Ársskýrslu stjórnar sem og ársreikning má nálgast hér

Ein breyting varð á aðalstjórn þar sem Kristinn Brynjar Pálsson tók sæti Atla Steins Árnasonar, sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Við þökkum Atla fyrir frábært og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og bjóðum um leið Kristin Brynjar hjartanlega velkominn um borð. Nánar má kynna sér meðlimi aðalstjórnar hér

Aðalstjórn heiðraði eftirtalda félagsmenn HK fyrir sín störf í þágu félagsins:

Starfsmerki:

Kristín Jónsdóttir

Sigurrós Lilja Grétarsdóttir

Silfurmerki:

Brynjar Freyr Valsteinsson

Hákon Hermannsson Bridde

Ólafur Víðir Ólafsson

Gullmerki:

Halldór Ásgrímur Elvarsson

Ómar Ingi Guðmundsson

#LiðFólksins #HKalltafHK