Íþróttakarl- og kona HK 2024
Margt var um manninn, tæplega 500 manns sem lögðu leið sína í Kórinn til að fagna deginum með okkur.
Bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir ávarpaði gesti og formaður félagsins, Árnína Steinunn Kristjánsdóttir minnti okkur HK-inga á stærð félagsins og þann kraft sem í því býr

Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri félagsins, stýrði hátíðinni með glæsibrag og iðkendur dansdeildar sýndu lipra takta á fjölum Kórsins.
Upphafsatriðið var svo stórfenglegt, en þar gengu iðkendur HK inn í salinn í gömlum keppnistreyjum félagsins og mynduðu stórt H og K á gólfinu. Á eftir hópnum birtist svo Baltigull, upprennandi söngvari úr okkar eigin röðum, sem flutti lagið Hún er Engill

Íþróttafólk félagsins var svo heiðrað en hápunktur dagsins var þegar Gunnsabikarinn var veittur í fyrsta sinn. Ragga okkar var valin úr frábærum hópi sjálfboðaliða félagsins sem lætur hjólin svo sannarlega snúast og er lífæð
#LiðFólksins 


Íþróttakarl HK 2024 er Birnir Breki Burknason, knattspyrnudeild

Íþróttakona HK 2024 er Líney Inga Guðmundsdóttir, blakdeild

Lið ársins 2024 er U20 kvenna í blaki


Íþróttafólk deilda var heiðrað:
Bandýkarl ársins 2024
Helgi Geirsson
Bandýkona ársins 2024
Katrín Magdalena Haig Konráðsdóttir
Bortenniskarl ársins 2024
Óskar Agnarsson
Danskarl ársins 2024
Hilmar Már Sigurpálsson
Danskona ársins 2024
Eva Karen Ólafsdóttir
Blakkarl ársins 2024
Tómas Davidsson
Blakkona ársins 2024
Líney Inga Guðmundsdóttir
Hlaupakarl ársins 2024
Eyjólfur Alexandersson
Hlaupakona ársins 2024
Anna Harðardóttir
Knattspyrnukarl ársins 2024
Birnir Breki Burknason
Knattspyrnukona ársins 2024
Elísa Birta Káradóttir
Handknattleikskarl ársins 2024
Ágúst Guðmundsson
Handknattleikskona ársins 2024
Aníta Eik Jónsdóttir


Ungmenni 13-16 ára voru heiðruð:
• Bandýdeild – Ívar Öberg
• Bandýdeild – Sóley Magnúsdóttir
• Blakdeild – Markús Freyr Arnarsson
• Blakdeild – Guðný Rún Rósantsdóttir
• Dansdeild – Ragnar Hersir Ingvarsson
• Dansdeild – Soffía Ísabella Bjarnadóttir
• Knattspyrnudeild – Bjarki Örn Brynjarsson
• Knattspyrnudeild – Elísa Birta Káradóttir
• Handknattleisdeild – Bjarki Freyr Sindrason
• Handknattleiksdeild – Tinna Ósk Gunnarsdóttir


Tilnefningar í flokki liðs ársins:
• Blakdeild HK - U20 kvenna
• Borðtennisdeild HK - Unglingalið HK A
• Dansdeild HK - Ragnar Hersir Ingvarsson og Soffía Ísabella Bjarnadóttir
• Handknattleiksdeild HK - 4. flokkur kvenna yngra ár
• Hlaupahópur HK - Atli Gunnarsson og Jóhanna Valdimarsdóttir
• Knattspyrnudeild HK - 4. flokkur karla
Sérstakar þakkir til samstarfsaðila hátíðarinnar, Coca Cola og Myllunnar

Myndir: Baldvin Berndsen og Bernhard Kristinn
